R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 18:45 Kelly gefur sig fram við lögreglu á föstudag. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53
Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50