Áhyggjur innan hótelgeirans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Hótel Saga. Vísir/vilhelm Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07