Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:04 Írska lögreglan birti í gær upptökur úr öryggismyndavélum af Jóni daginn sem hann hvarf. Lögreglan á Írlandi Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Frá þessu er greint í írsku miðlunum Herald og Independent og rætt við Daníel Örn Wiium, bróður Jóns Þrastar. Hann segir að fjölskyldan viti til þess að Jón Þröstur hafi tapað einhverjum peningum en viti ekki nákvæmlega hversu miklum. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef heyrt að þetta sé ekki há upphæð. Stundum vinnurðu og stundum taparðu. Ef að Jón fór í göngutúr til þess að hreinsa hugann þá hefur það ekki verið vegna peninga,“ segir Daníel Örn. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan að morgni 9. febrúar er hann gekk út af hótelinu í Dyflinni þar sem hann dvaldi ásamt unnustu sinni. Hann var ekki með síma, vegabréf eða veski á sér, einungis debetkort en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum hans síðan hann hvarf.Birtu upptökur úr öryggismyndavélum í fyrsta sinn Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í gærkvöldi til þess að vekja athygli á hvarfi bróður síns. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem má sjá Jón Þröst yfirgefa hótelið. Þá sést hann jafnframt á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan birtir upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglan hefur fengið fjölda ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð Jón Þröst á gangi. Lögreglan vinnur nú hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina kvaðst hún vongóð um að geta fundið eitthvað nánar út úr því hvert Jón Þröstur fór. Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dyflinni til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu í gær. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Frá þessu er greint í írsku miðlunum Herald og Independent og rætt við Daníel Örn Wiium, bróður Jóns Þrastar. Hann segir að fjölskyldan viti til þess að Jón Þröstur hafi tapað einhverjum peningum en viti ekki nákvæmlega hversu miklum. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef heyrt að þetta sé ekki há upphæð. Stundum vinnurðu og stundum taparðu. Ef að Jón fór í göngutúr til þess að hreinsa hugann þá hefur það ekki verið vegna peninga,“ segir Daníel Örn. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan að morgni 9. febrúar er hann gekk út af hótelinu í Dyflinni þar sem hann dvaldi ásamt unnustu sinni. Hann var ekki með síma, vegabréf eða veski á sér, einungis debetkort en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum hans síðan hann hvarf.Birtu upptökur úr öryggismyndavélum í fyrsta sinn Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í gærkvöldi til þess að vekja athygli á hvarfi bróður síns. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem má sjá Jón Þröst yfirgefa hótelið. Þá sést hann jafnframt á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan birtir upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglan hefur fengið fjölda ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð Jón Þröst á gangi. Lögreglan vinnur nú hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina kvaðst hún vongóð um að geta fundið eitthvað nánar út úr því hvert Jón Þröstur fór. Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dyflinni til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu í gær.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00