Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór 23-24 Haukar | Haukasigur í háspennuslag Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. febrúar 2019 19:30 Stjörnukonan Rakel Bragadóttir tekur hér á Mörthu Hermannsdóttur, leikmanni Þórs/KA. vísir/daníel þór KA/Þór fékk Hauka í heimsókn í KA-heimilið í Olís-deild kvenna en bæði lið eru að berjast um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni. Haukakonur byrjuðu leikinn miklu betur og komust snemma í 1-4 sem gaf ágætis fyrirheit um það sem koma skyldi í fyrri hálfleiknum því heimakonur voru langt frá sínu besta fyrstu 25 mínútur leiksins þar sem þær töpuðu boltanum í gríð og erg. Haukar náðu mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 7-13 og þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik var staðan 9-14 fyrir gestunum. KA/Þór endaði fyrri hálfleikinn hins vegar stórkostlega þar sem liðið skoraði þrjú mörk á rúmri mínútu og því aðeins tveggja marka munur á liðunum í leikhléi, 12-14. Síðari hálfleikurinn var í raun keimlíkur þeim fyrri. Heimakonur voru í vandræðum fyrstu mínúturnar en þrátt fyrir það neituðu þær að gefast upp og gerðu annað áhlaup. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi og fékk KA/Þór nokkur tækifæri til að jafna leikinn undir lokin en allt kom fyrir ekki og Haukakonur unnu að lokum sigur með minnsta mögulega mun, 23-24.Afhverju unnu Haukar? Lögðu grunninn að sigrinum með því að byrja báða hálfleika mjög vel sem kom heimakonum í þá stöðu að elta leikinn. Það munaði samt engu að KA/Þór næði að jafna leikinn en lokasókn þeirra var ekki nógu vel útfærð. Bestu leikmenn vallarins? Ástríður Glódís Gísladóttir var maður leiksins. Munurinn á liðunum var í raun markvarslan. Ástríður var mjög öflug á meðan markmenn KA/Þórs áttu ekki sinn besta dag þó Selma Sigurðardóttir hafi reyndar stigið upp á lokakafla leiksins. Í liði heimakvenna var Ásdís Guðmundsdóttir mjög öflug. Nýtti þau færi sem hún fékk á línunni og lét hafa mikið fyrir sér inn á línunni.Hvað gekk illa? Bæði lið voru með marga tapaða bolta og voru oft að kasta boltanum frá sér að óþörfu. Þá sérstaklega heimakonur í upphafi leiks. Lykilmenn voru ólíkir sjálfum sér í sóknarleiknum og mögulega var einhver þreyta í leikmönnum KA/Þórs enda liðið nánast nýkomið heim eftir að hafa spilað gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðið laugardagskvöld. Jónatan: Erum alls ekki orðin söddJónatan Þór MagnússonVísir/Daníel Þór Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA/Þórs, var svekktur í leikslok enda var lið hans mjög nálægt því að ná í stig þó spilamennska liðsins hafi oft verið betri. „Ég er svekktur að hafa ekki fengið stigið sem við vorum svo nálægt því að sækja. Spilamennskan var ekki góð en eins og sást í seinni hálfleik var mikil barátta. Við komum okkur inn í leikinn með baráttu og frábærum varnarleik en sóknarlega vorum við ekki nógu góðar til að eiga skilið stig,“ segir Jónatan. KA/Þór er nýliði í deildinni og hefur komið mörgum á óvart þar sem margir voru á því fyrir mót að liðið myndi falla örugglega úr Olís-deildinni. Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar hjá liðinu þar sem þær tryggðu veru sína í deildinni á dögunum en síðan þá hafa tveir mikilvægir leikir tapast, gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins síðastliðinn laugardag og svo gegn Haukum í kvöld. Jónatan segir liðið hins vegar setja stefnuna hátt og því sé ekki að líta svo á að stelpurnar hafi orðið saddar við að tryggja Olís-deildar sætið. „Við erum alls ekki orðin södd. Við settum okkur markmið fyrir veturinn að komast í Final 4 og þess vegna var mikið svekkelsi á laugardaginn að ná því ekki. Tap núna þýðir að það verður erfitt að komast í úrslitakeppnina og eftir að við tryggðum sætið okkar setti hópurinn sér markmið að komast í úrslitakeppni.“ Ljóst er að ýmislegt þarf að ganga upp hjá KA/Þór á síðustu metrum deildarinnar svo liðið komist í úrslitakeppnina en Jónatan er ekki búinn að gefa upp alla von. „Það eru ennþá leikir eftir og á meðan við berjumst og sýnum þennan karakter held ég að það sé alveg ljóst að við getum tekið stig af hvaða liði sem er. Við erum ekki búnar að gefast upp. Liðið er á frábærum stað og við ætlum að njóta þess að vera í þessari baráttu,“ sagði Jónatan. Elías Már: Eina markmiðið að ná í tvö stigElías Már Halldórssonvísir/vilhelmElías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, var léttur í lundu í leikslok þó honum hafi fundist sitt lið gera sér full erfitt fyrir. „Ég er rosalega ánægður með að ná að vinna leikinn. Það var eina markmiðið með þessari ferð í dag. Við gerðum okkar þetta rosalega erfitt fyrir. Við vorum lengi að leysa 5-1 vörnina hjá þeim og það gerðist eiginlega ekki fyrr en ég setti Ramune á miðjuna. Þá kom hún sendingunni yfir og við náðum að opna þetta en þá vorum við að klikka á dauðafærum svo þetta var mjög erfitt,“ segir Elías Már. Haukar voru með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en hleyptu heimakonum mjög nærri sér í lok beggja hálfleika. Elías Már telur það þó ekki stórt áhyggjuefni. „Jonni var bara klókur. Þær breyttu um vörn og við náðum ekki að leysa það. Ég er bara ánægður að við náðum að leysa það á endanum en það mátti ekki miklu muna,“ segir Elías Már. Haukar sigla nú nokkuð lygnan sjó í 3.sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og eru nánast með farseðil í úrslitakeppnina en setja þær stefnuna að þjarma að toppliðum Vals og Fram? „Ég held að það sé langsótt að ná í deildarmeistaratitil en við eigum eftir að spila við Val, Fram, ÍBV og HK. Við eigum HK næst og við leggjum þetta bara þannig upp að við ætlum að fara í hvern einasta leik fram að úrslitakeppni til að vinna hann og hverju það skilar verður bara að koma í ljós,“ sagði Elías að lokum. Olís-deild kvenna
KA/Þór fékk Hauka í heimsókn í KA-heimilið í Olís-deild kvenna en bæði lið eru að berjast um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni. Haukakonur byrjuðu leikinn miklu betur og komust snemma í 1-4 sem gaf ágætis fyrirheit um það sem koma skyldi í fyrri hálfleiknum því heimakonur voru langt frá sínu besta fyrstu 25 mínútur leiksins þar sem þær töpuðu boltanum í gríð og erg. Haukar náðu mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 7-13 og þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik var staðan 9-14 fyrir gestunum. KA/Þór endaði fyrri hálfleikinn hins vegar stórkostlega þar sem liðið skoraði þrjú mörk á rúmri mínútu og því aðeins tveggja marka munur á liðunum í leikhléi, 12-14. Síðari hálfleikurinn var í raun keimlíkur þeim fyrri. Heimakonur voru í vandræðum fyrstu mínúturnar en þrátt fyrir það neituðu þær að gefast upp og gerðu annað áhlaup. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi og fékk KA/Þór nokkur tækifæri til að jafna leikinn undir lokin en allt kom fyrir ekki og Haukakonur unnu að lokum sigur með minnsta mögulega mun, 23-24.Afhverju unnu Haukar? Lögðu grunninn að sigrinum með því að byrja báða hálfleika mjög vel sem kom heimakonum í þá stöðu að elta leikinn. Það munaði samt engu að KA/Þór næði að jafna leikinn en lokasókn þeirra var ekki nógu vel útfærð. Bestu leikmenn vallarins? Ástríður Glódís Gísladóttir var maður leiksins. Munurinn á liðunum var í raun markvarslan. Ástríður var mjög öflug á meðan markmenn KA/Þórs áttu ekki sinn besta dag þó Selma Sigurðardóttir hafi reyndar stigið upp á lokakafla leiksins. Í liði heimakvenna var Ásdís Guðmundsdóttir mjög öflug. Nýtti þau færi sem hún fékk á línunni og lét hafa mikið fyrir sér inn á línunni.Hvað gekk illa? Bæði lið voru með marga tapaða bolta og voru oft að kasta boltanum frá sér að óþörfu. Þá sérstaklega heimakonur í upphafi leiks. Lykilmenn voru ólíkir sjálfum sér í sóknarleiknum og mögulega var einhver þreyta í leikmönnum KA/Þórs enda liðið nánast nýkomið heim eftir að hafa spilað gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðið laugardagskvöld. Jónatan: Erum alls ekki orðin söddJónatan Þór MagnússonVísir/Daníel Þór Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA/Þórs, var svekktur í leikslok enda var lið hans mjög nálægt því að ná í stig þó spilamennska liðsins hafi oft verið betri. „Ég er svekktur að hafa ekki fengið stigið sem við vorum svo nálægt því að sækja. Spilamennskan var ekki góð en eins og sást í seinni hálfleik var mikil barátta. Við komum okkur inn í leikinn með baráttu og frábærum varnarleik en sóknarlega vorum við ekki nógu góðar til að eiga skilið stig,“ segir Jónatan. KA/Þór er nýliði í deildinni og hefur komið mörgum á óvart þar sem margir voru á því fyrir mót að liðið myndi falla örugglega úr Olís-deildinni. Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar hjá liðinu þar sem þær tryggðu veru sína í deildinni á dögunum en síðan þá hafa tveir mikilvægir leikir tapast, gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins síðastliðinn laugardag og svo gegn Haukum í kvöld. Jónatan segir liðið hins vegar setja stefnuna hátt og því sé ekki að líta svo á að stelpurnar hafi orðið saddar við að tryggja Olís-deildar sætið. „Við erum alls ekki orðin södd. Við settum okkur markmið fyrir veturinn að komast í Final 4 og þess vegna var mikið svekkelsi á laugardaginn að ná því ekki. Tap núna þýðir að það verður erfitt að komast í úrslitakeppnina og eftir að við tryggðum sætið okkar setti hópurinn sér markmið að komast í úrslitakeppni.“ Ljóst er að ýmislegt þarf að ganga upp hjá KA/Þór á síðustu metrum deildarinnar svo liðið komist í úrslitakeppnina en Jónatan er ekki búinn að gefa upp alla von. „Það eru ennþá leikir eftir og á meðan við berjumst og sýnum þennan karakter held ég að það sé alveg ljóst að við getum tekið stig af hvaða liði sem er. Við erum ekki búnar að gefast upp. Liðið er á frábærum stað og við ætlum að njóta þess að vera í þessari baráttu,“ sagði Jónatan. Elías Már: Eina markmiðið að ná í tvö stigElías Már Halldórssonvísir/vilhelmElías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, var léttur í lundu í leikslok þó honum hafi fundist sitt lið gera sér full erfitt fyrir. „Ég er rosalega ánægður með að ná að vinna leikinn. Það var eina markmiðið með þessari ferð í dag. Við gerðum okkar þetta rosalega erfitt fyrir. Við vorum lengi að leysa 5-1 vörnina hjá þeim og það gerðist eiginlega ekki fyrr en ég setti Ramune á miðjuna. Þá kom hún sendingunni yfir og við náðum að opna þetta en þá vorum við að klikka á dauðafærum svo þetta var mjög erfitt,“ segir Elías Már. Haukar voru með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en hleyptu heimakonum mjög nærri sér í lok beggja hálfleika. Elías Már telur það þó ekki stórt áhyggjuefni. „Jonni var bara klókur. Þær breyttu um vörn og við náðum ekki að leysa það. Ég er bara ánægður að við náðum að leysa það á endanum en það mátti ekki miklu muna,“ segir Elías Már. Haukar sigla nú nokkuð lygnan sjó í 3.sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og eru nánast með farseðil í úrslitakeppnina en setja þær stefnuna að þjarma að toppliðum Vals og Fram? „Ég held að það sé langsótt að ná í deildarmeistaratitil en við eigum eftir að spila við Val, Fram, ÍBV og HK. Við eigum HK næst og við leggjum þetta bara þannig upp að við ætlum að fara í hvern einasta leik fram að úrslitakeppni til að vinna hann og hverju það skilar verður bara að koma í ljós,“ sagði Elías að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti