Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 10:19 Nokkrir færustu pennar landsins hafa dregið fram stílvopnin og beita þeim óspart á Miðflokksmenn eftir málþóf næturinnar. Málþóf Miðflokksmanna í nótt, sem stóð í heila 14 tíma og lauk klukkan hálf sex í morgun, hefur líklega orðið til þess að þjappa hinum nýja þingflokki saman. En hvort það hafi orðið til að auka virðingu fyrir Miðflokknum, sem á undir högg að sækja í þeim efnum vegna Klausturmála, er spurning. Svarið við þeirri spurningu er: Ekki. Ekki, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum, ekki ef marka má pistil Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns á Facebook, sem mikið er til vitnað á samfélagsmiðlinum. Reyndar eru þeir nokkrir færir pennar sem draga fram stílvopn sín og nota þau óspart á Miðflokksmennina. „Í gær átti sér stað nokkurs konar gíslataka á ræðustól Alþingis. Níu manna þingflokkur hélt árshátíð sína þarna í ræðustólnum með því að yfirtaka hann og sýna þingheimi fram á að nú sé flokkurinn aldeilis búinn að ná vopnum sínum. Sem eru ræðuhöld. Stóð gleðin til að verða hálfsex um morguninn.“Sigmundur einn manna skilur málið Þannig hefst pistill Guðmundar Andra en hann vitnar í Pál Vídalín sem orti um alræmdan valdadrykkjurút: „Þú hefnir þess í héraði sem hallaðist á Alþingi.“Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ritað pistil á Facebook um málþóf Miðflokksmanna og hefur hann vakið mikla athygli.Nema, hér hefur þetta snúist við að mati Guðmundar Andra. Nú er þess hefnt á Alþingi sem hallaðist í héraði. Guðmundur Andri hleypur yfir það sem honum sýnist málið snúast um: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson situr í Efnahags- og viðskiptanefnd og hann var ekki mættur þegar málið sem til umræðu er var afgreitt. Hann skilaði ekki heldur séráliti. Hann er hins vegar reiðubúinn að setja þingstörfin í uppnám til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, enda búinn að sjá þetta allt út, einn manna.“„Fríkin fríka út“ Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um skýra valkosti, eins og stundum hefur verið þegar upp hefst málþóf: „Þetta er eitthvað annað: virðist snúast um einhvers konar hópefli fólks sem glatað hefur virðingu annarra og ætlar að hrifsa hana til sín aftur með ofríki.“ Fjölmargir hafa orðið til að vitna í pistil Guðmundar Andra. Annar pistill, sem Karl Th. Birgisson ritar á vef sinn Herðubreið, hefur einnig vakið athygli í þessu samhengi. Karl hefur hina mestu skömm á framgöngu Miðflokksmanna og það hefur Illugi Jökulsson rithöfundur einnig sem tengir við pistil Karls á sinni Facebook-síðu og fylgir honum úr hlaði með orðunum:Páll Valsson, útgefandi, er einn þeirra sem lætur Miðflokksmenn finna fyrir stilvopnum sínum.VISIR„Karl Th Birgisson kveðst vera of vel uppalinn til að nota fyrirsögnina „Fríkin fríka út“ um framgang Miðflokksins í málþófi í gær. Ég er líka mjög vel upp alinn en mundi hafa valið þessari nöturlegu uppákomu fyrirsögnina „Dónar sýna eðli sitt“.“Ógæfa yfir íslenskum stjórnmálum Páll Valsson útgefandi er hjartanlega sammála þeim Guðmundi Andra, Karli Th. og Illuga: „Miðflokkurinn hrynur í fylgi, maklega bak Klausturmálum, en stóreflist þá að þingstyrk, og er nú lagstur í málþóf og talar um Icesave - hvaða jörmunógæfa hvílir yfir íslenskum stjórnmálum?“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, er einn fárra þingmanna sem sat yfir allri umræðunni og greinir hann frá því á Facebooksíðu sinni: „Næturfundi lokið, nú held ég heim. Þingfundi lauk fyrir skömmu, klukkan 5.21. Ég hlustaði á margar ræður frá fólki sem er allt í sama flokknum. Það hafði miklar skoðanir á vilja og innræti annarra þingmanna, en engar efasemdir um eigið ágæti. Vissulega lærdómsríkt.“ Björn Ingi útskýrir málið að hætti hússins En, þó þeir séu talsvert fleiri sem eru til í að fordæma framgöngu Miðflokksmanna á þingi í nótt, þá eiga þeir hauk í horni sem er Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri. Hann fer yfir málin á sinni Facebook-síðu og með leyfi fundarstjóra, þá hlýtur þetta að teljast skilmerkileg yfirferð:Björn Ingi Hrafnsson má heita sérfróður um Miðflokkinn og nýtir reynslu sína sem þingfréttamaður til að útskýra málið.Fréttablaðið/Valli„Einhverjir undrast langar ræður Miðflokksfólks um haftamál í þinginu í dag. Sem gamall þingfréttaritari Moggans held ég að skýringin sé einföld: 1. Flokkurinn er á móti málinu, Sigmundur Davíð hefur margoft lýst því að hann telji með því gefið eftir gagnvart vogunarsjóðum. 2. Þetta er kjörið tækifæri fyrir flokkinn til að þétta raðirnar og sýna samstöðu. 3. Með þessu sýnir hann að svo stór þingflokkur er fullfær um að vera einn í stjórnarandstöðu ef þarf. 4. Þetta markar ákveðna stöðu gagnvart stjórnarflokkunum og hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Skilaboðin eru þau, að ekkert samkomulag er um þingstörf ef Miðflokkurinn er virtur að vettugi. Þannig skil ég þetta að minnsta kosti.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. 27. febrúar 2019 06:00 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Málþóf Miðflokksmanna í nótt, sem stóð í heila 14 tíma og lauk klukkan hálf sex í morgun, hefur líklega orðið til þess að þjappa hinum nýja þingflokki saman. En hvort það hafi orðið til að auka virðingu fyrir Miðflokknum, sem á undir högg að sækja í þeim efnum vegna Klausturmála, er spurning. Svarið við þeirri spurningu er: Ekki. Ekki, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum, ekki ef marka má pistil Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns á Facebook, sem mikið er til vitnað á samfélagsmiðlinum. Reyndar eru þeir nokkrir færir pennar sem draga fram stílvopn sín og nota þau óspart á Miðflokksmennina. „Í gær átti sér stað nokkurs konar gíslataka á ræðustól Alþingis. Níu manna þingflokkur hélt árshátíð sína þarna í ræðustólnum með því að yfirtaka hann og sýna þingheimi fram á að nú sé flokkurinn aldeilis búinn að ná vopnum sínum. Sem eru ræðuhöld. Stóð gleðin til að verða hálfsex um morguninn.“Sigmundur einn manna skilur málið Þannig hefst pistill Guðmundar Andra en hann vitnar í Pál Vídalín sem orti um alræmdan valdadrykkjurút: „Þú hefnir þess í héraði sem hallaðist á Alþingi.“Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ritað pistil á Facebook um málþóf Miðflokksmanna og hefur hann vakið mikla athygli.Nema, hér hefur þetta snúist við að mati Guðmundar Andra. Nú er þess hefnt á Alþingi sem hallaðist í héraði. Guðmundur Andri hleypur yfir það sem honum sýnist málið snúast um: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson situr í Efnahags- og viðskiptanefnd og hann var ekki mættur þegar málið sem til umræðu er var afgreitt. Hann skilaði ekki heldur séráliti. Hann er hins vegar reiðubúinn að setja þingstörfin í uppnám til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, enda búinn að sjá þetta allt út, einn manna.“„Fríkin fríka út“ Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um skýra valkosti, eins og stundum hefur verið þegar upp hefst málþóf: „Þetta er eitthvað annað: virðist snúast um einhvers konar hópefli fólks sem glatað hefur virðingu annarra og ætlar að hrifsa hana til sín aftur með ofríki.“ Fjölmargir hafa orðið til að vitna í pistil Guðmundar Andra. Annar pistill, sem Karl Th. Birgisson ritar á vef sinn Herðubreið, hefur einnig vakið athygli í þessu samhengi. Karl hefur hina mestu skömm á framgöngu Miðflokksmanna og það hefur Illugi Jökulsson rithöfundur einnig sem tengir við pistil Karls á sinni Facebook-síðu og fylgir honum úr hlaði með orðunum:Páll Valsson, útgefandi, er einn þeirra sem lætur Miðflokksmenn finna fyrir stilvopnum sínum.VISIR„Karl Th Birgisson kveðst vera of vel uppalinn til að nota fyrirsögnina „Fríkin fríka út“ um framgang Miðflokksins í málþófi í gær. Ég er líka mjög vel upp alinn en mundi hafa valið þessari nöturlegu uppákomu fyrirsögnina „Dónar sýna eðli sitt“.“Ógæfa yfir íslenskum stjórnmálum Páll Valsson útgefandi er hjartanlega sammála þeim Guðmundi Andra, Karli Th. og Illuga: „Miðflokkurinn hrynur í fylgi, maklega bak Klausturmálum, en stóreflist þá að þingstyrk, og er nú lagstur í málþóf og talar um Icesave - hvaða jörmunógæfa hvílir yfir íslenskum stjórnmálum?“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, er einn fárra þingmanna sem sat yfir allri umræðunni og greinir hann frá því á Facebooksíðu sinni: „Næturfundi lokið, nú held ég heim. Þingfundi lauk fyrir skömmu, klukkan 5.21. Ég hlustaði á margar ræður frá fólki sem er allt í sama flokknum. Það hafði miklar skoðanir á vilja og innræti annarra þingmanna, en engar efasemdir um eigið ágæti. Vissulega lærdómsríkt.“ Björn Ingi útskýrir málið að hætti hússins En, þó þeir séu talsvert fleiri sem eru til í að fordæma framgöngu Miðflokksmanna á þingi í nótt, þá eiga þeir hauk í horni sem er Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri. Hann fer yfir málin á sinni Facebook-síðu og með leyfi fundarstjóra, þá hlýtur þetta að teljast skilmerkileg yfirferð:Björn Ingi Hrafnsson má heita sérfróður um Miðflokkinn og nýtir reynslu sína sem þingfréttamaður til að útskýra málið.Fréttablaðið/Valli„Einhverjir undrast langar ræður Miðflokksfólks um haftamál í þinginu í dag. Sem gamall þingfréttaritari Moggans held ég að skýringin sé einföld: 1. Flokkurinn er á móti málinu, Sigmundur Davíð hefur margoft lýst því að hann telji með því gefið eftir gagnvart vogunarsjóðum. 2. Þetta er kjörið tækifæri fyrir flokkinn til að þétta raðirnar og sýna samstöðu. 3. Með þessu sýnir hann að svo stór þingflokkur er fullfær um að vera einn í stjórnarandstöðu ef þarf. 4. Þetta markar ákveðna stöðu gagnvart stjórnarflokkunum og hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Skilaboðin eru þau, að ekkert samkomulag er um þingstörf ef Miðflokkurinn er virtur að vettugi. Þannig skil ég þetta að minnsta kosti.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. 27. febrúar 2019 06:00 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. 27. febrúar 2019 06:00
Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24