Tekjur Sýnar aukast en hagnaður minnkar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 20:07 Vodafone er meðal annars í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28
Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30