Tóku hund fjárnámi og seldu hann á eBay Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:23 Á eftir hjólastólnum var Edda það verðmætasta sem fannst á heimili fjölskyldunnar. Þetta er ekki Edda. Vísir/Getty Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins. Dýr Þýskaland Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins.
Dýr Þýskaland Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira