Læknar hætti að stimpla mæður móðursjúkar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:30 Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00