Kakkalakkar og húsflugur gætu hagnast á gríðarlegri hnignun skordýra Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 16:09 Skordýr eins og saurbjöllur veita vistkerfum mikilvæga þjónustu eins og að nýta úrgang. Fjöldi álagsþátta ógnar nú skordýrategundum á jörðinni, þar á meðal búsvæðatap, iðnaðarlandbúnaður, eiturefnanotkun og loftslagsbreytingar. Vísir/Getty Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28