„Þessi maður verður ævinlega vinur minn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag. Oddur var úti að skokka þegar hann fékk hjartaáfall og síðan hjartastopp, Guðni var réttur maður á réttum stað þegar hann kom hjólandi að Oddi þar sem hann lá á stígnum.Sjá einnig: Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík„Hann stoppaði og kannaði strax hvernig staðan á mér var og ég andaði ekki og var blár og enginn púls og Guðni Kallar þá til hjálp og biður um að hringt sé í 112 undir eins og byrjar svo að hnoða,“ segir Oddur. Guðni hélt í fyrstu að Oddur lægi á jörðinni að gera teyjur en sá svo fljótt að ekki var allt með felldu. „Ég vissi alls ekki hvað var að, hvort að hjartað væri hætt að slá, ég fann ekki púls en ég hófst handa við að hnoða. Það er í rauninni það sem að bjargar honum líklegast, að ég brást strax við,“ útskýrir Guðni. Þeir þekktust ekki þá en komust að því síðar að þeir æfa með sama hjólreiðaklúbbi. „Ég knúsaði hann nú bara síðast á æfingu á laugardaginn þannig að við hittumst reglulega,“ segir Guðni. „Maður hefur mjög gaman að faðma þennan mann, þessi maður verður ævinlega vinur minn,“ bætir Oddur við. Fyrr í dag afhenti Rauði krossinn í Reykjavík þremur samstarfskonum Sesselju Kristinsdóttur, 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs, einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek þegar Sesselja fór í hjartastopp í fyrra. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja.Guðni og Oddur hittast reglulega á æfingum og eru hinir mestu mátar.Vísir/Vilhelm Hjálparstarf Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag. Oddur var úti að skokka þegar hann fékk hjartaáfall og síðan hjartastopp, Guðni var réttur maður á réttum stað þegar hann kom hjólandi að Oddi þar sem hann lá á stígnum.Sjá einnig: Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík„Hann stoppaði og kannaði strax hvernig staðan á mér var og ég andaði ekki og var blár og enginn púls og Guðni Kallar þá til hjálp og biður um að hringt sé í 112 undir eins og byrjar svo að hnoða,“ segir Oddur. Guðni hélt í fyrstu að Oddur lægi á jörðinni að gera teyjur en sá svo fljótt að ekki var allt með felldu. „Ég vissi alls ekki hvað var að, hvort að hjartað væri hætt að slá, ég fann ekki púls en ég hófst handa við að hnoða. Það er í rauninni það sem að bjargar honum líklegast, að ég brást strax við,“ útskýrir Guðni. Þeir þekktust ekki þá en komust að því síðar að þeir æfa með sama hjólreiðaklúbbi. „Ég knúsaði hann nú bara síðast á æfingu á laugardaginn þannig að við hittumst reglulega,“ segir Guðni. „Maður hefur mjög gaman að faðma þennan mann, þessi maður verður ævinlega vinur minn,“ bætir Oddur við. Fyrr í dag afhenti Rauði krossinn í Reykjavík þremur samstarfskonum Sesselju Kristinsdóttur, 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs, einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek þegar Sesselja fór í hjartastopp í fyrra. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja.Guðni og Oddur hittast reglulega á æfingum og eru hinir mestu mátar.Vísir/Vilhelm
Hjálparstarf Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira