Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 13:00 Helga Vala Helgadóttir situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna. vísir/vilhelm Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira