El Chapo sakfelldur Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2019 17:59 Glæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað meira en 200 tonnum af kókaíni inn í Bandaríkin. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Bandaríkjunum. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður en umfangsmikil glæpasamtök hans smygluðu marijúana, kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Guzman var ákærður í ellefu liðum. Það tók kviðdómendur í New York sex daga að komast að niðurstöðu í máli Guzman. Hún er að hann var dæmdur sekur í fjölda ákæruliða sem snúa að mestu að rekstri glæpasamtaka og fíkniefnasölu. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en talið er að Guzman, sem er 61 árs gamall, muni sitja í fangelsi út líf sitt.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoÞá verður Guzman settur í fangelsi með gífurlegri öryggisgæslu en hann þykir háll sem áll. Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Réttarhöldin hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði og hafa á sjötta tug manna borið vitni gegn Guzman. Þar komu ýmsar upplýsingar fram um hvernig Sinaloa-samtökin, sem Guzman leiddi, öfluðu milljörðum dala með fíkniefnasölu og ofbeldi. Vitni lýstu meðal annars því hvernig Guzman fyrirskipaði launmorð, mútaði embættismönnum og smyglaði fíkniefnum inn í Bandaríkin.Sjá einnig: El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dalaGlæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað yfir 200 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Málsvörn verjenda hans tók einungis um þrjátíu mínútur. Verjendur hans sögðu ákærurnar gegn honum byggja á sögum glæpamanna sem „ljúgi, steli, svindli, selji fíkniefni og myrði fólk“. Guzman sjálfur tók þá ákvörðun að bera ekki vitni á meðan á réttarhöldunum stóð. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Guzman var handtekinn í Mexíkó árið 2016. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Bandaríkjunum. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður en umfangsmikil glæpasamtök hans smygluðu marijúana, kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Guzman var ákærður í ellefu liðum. Það tók kviðdómendur í New York sex daga að komast að niðurstöðu í máli Guzman. Hún er að hann var dæmdur sekur í fjölda ákæruliða sem snúa að mestu að rekstri glæpasamtaka og fíkniefnasölu. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en talið er að Guzman, sem er 61 árs gamall, muni sitja í fangelsi út líf sitt.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoÞá verður Guzman settur í fangelsi með gífurlegri öryggisgæslu en hann þykir háll sem áll. Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Réttarhöldin hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði og hafa á sjötta tug manna borið vitni gegn Guzman. Þar komu ýmsar upplýsingar fram um hvernig Sinaloa-samtökin, sem Guzman leiddi, öfluðu milljörðum dala með fíkniefnasölu og ofbeldi. Vitni lýstu meðal annars því hvernig Guzman fyrirskipaði launmorð, mútaði embættismönnum og smyglaði fíkniefnum inn í Bandaríkin.Sjá einnig: El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dalaGlæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað yfir 200 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Málsvörn verjenda hans tók einungis um þrjátíu mínútur. Verjendur hans sögðu ákærurnar gegn honum byggja á sögum glæpamanna sem „ljúgi, steli, svindli, selji fíkniefni og myrði fólk“. Guzman sjálfur tók þá ákvörðun að bera ekki vitni á meðan á réttarhöldunum stóð. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Guzman var handtekinn í Mexíkó árið 2016.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40
Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00
Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34