DV.is greinir fyrst frá en um er að ræða fallegt einbýlishús í góðu hverfi en stærð eignarinnar er um tvö hundruð fermetrar.
Húsið stendur á 800 fermetra lóð og er heitur pottur á palli fyrir utan húsið sem er tveggja hæða auk bílskúrs.
Ásett verð er 74,9 milljónir en í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Fasteignamat eignarinnar er rúmlega 71 milljón en hér að neðan má sjá myndir úr eigninni í Garðabæ.





