Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 11:30 Rétt rúm tvö ár eru síðan að fréttastofan hafði pakka af nýjum Bláum Opal undir höndum. Þá var talið að hægt yrði að hefja framleiðslu á ný. Annað kom þó á daginn. VÍSIR/ERNIR Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón. Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Sjá meira
Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón.
Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Sjá meira
Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40
Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00