Erlent

Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum

Kjartan Kjartansson skrifar
María Ressa rekur fréttasíðuna Rappler sem hefur verið gagnrýnin á blóðugt fíkniefnastríð Duterte forseta.
María Ressa rekur fréttasíðuna Rappler sem hefur verið gagnrýnin á blóðugt fíkniefnastríð Duterte forseta. Vísir/EPA
Lögreglan á Flippseyjum handtók Maríu Ressa, forstjóra fréttavefsíðunnar Rappler, í dag. Vefsíðan hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rordrigo Duterte forseta og fullyrðir Ressa að ásakanir á hendur henni séu tilraunir hans til að þagga niður í vefsíðunni.

Yfirvöld hafa ákært Ressa fyrir meinta glæpi eins og skattaundanskot og meiðyrði á netinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún var handtekin í höfuðstöðvum fjölmiðilsins í höfuðborginni Maníla. Fréttamenn Rappler streymdu handtökunni beint á Facebook og Twitter þar til lögreglumenn skipuðu þeim að hætta.

Handtakan nú er sögð hafa verið gerð vegna fréttar miðilsins um meint tengsl athafnamanns við fyrrverandi dómara við hæstarétt landsins sem birtist í maí árið 2012. Ákæran er byggð á lögum um meiðyrði á netinu sem tók gildi í september það ár.

Rappler hefur verið gagnrýnin á blóðugt stríð Duterte gegn fíkniefnum. Þúsundir manna hafa verið drepnir í forsetatíð hans. Lögreglan hefur verið sökuð um að taka glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Ressa var á meðal einstaklinga ársins hjá tímaritinu Time fyrir árið 2018 ásamt fleiri blaðamönnum víða um heim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×