Það er mikið lagt í umgjörðina hjá mörgum liðum fyrir bikarúrslitahelgina og KR-ingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeir eru fastagestir í Höllinni og hafa þann sið að gefa út bikarblað og það er á sínum stað í ár.
Þar má finna viðtöl við Jón Arnór Stefánsson og Friðrik Inga Rúnarsson ásamt skemmtilegum pistli frá Benedikt Guðmundssyni.
Undanúrslitin í Geysisbikar karla fara fram á morgun. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 17.30 en KR og Njarðvík mætast klukkan 20.15.
Hér má lesa bikarblað KR-inga.
