Fótbolti

PSG og United ákærð af UEFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var kveikt á blysum í gestastúkunni á Old Trafford í gærkvöld
Það var kveikt á blysum í gestastúkunni á Old Trafford í gærkvöld vísir/getty
Bæði Manchester United og Paris Saint-German voru í kvöld ákærð af UEFA fyrir hegðun stuðningsmanna liðanna á leik þeirra á Old Trafford í gærkvöld.

Manchester United fær ákæru fyrir að stuðningsmennirnir hentu hlutum inn á völlinn, meðal annars var flösku hent í Angel di Maria, og að loka fyrir stiga.

PSG var kært fyrir að stuðningsmennirnir kveiktu á flugeldum, skemmdarverk og óeirðir.

Málið verður tekið fyrir aganefnd UEFA í lok mánaðarins.

PSG vann leikinn 2-0 og er því í vænlegri stöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×