Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 10:16 Ressa var umsetin eftir að henni var sleppt gegn tryggingu í dag. Vísir/EPA Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“. Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira