Volvo gekk frábærlega í Bretlandi í janúar Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 17:00 Volvo XC40 jepplingurinn var kynntur í Bretlandi í janúar og seldist vel. Sala Volvo-bíla í Bretlandi jókst um heil 80% í Bretlandi í janúar. Á meðan þurftu þýsku lúxusbílasmiðirnir Audi og Porsche að horfa uppá 27% og 42% söluminnkun. Erfiðleikar heimamerkjanna Jaguar og Land Rover voru þó á undanhaldi í janúar en sala Jaguar bíla minnkaði um 2,4% og Land Rover um 1%. Í heildina minnkaði sala bíla í Bretlandi um 1,6% í janúar og markaði mánuðurinn þann fimmta í röð þar sem salan er minni en í sama mánuði árið áður. Í heildina voru 161.000 nýir bílar skráðir í Bretlandi í janúar.Frá dísilbílum til umhverfisvænni Svo virðist sem bílkaupendur í Bretlandi séu að færa sig úr dísilknúnum bílum í umhverfisvænni bíla og það á vafalaust sinn þátt í velgengni Volvo-bíla nú um stundir en að auki var Volvo að kynna XC40 bíl sinn í Bretlandi í janúar og selst hann þar gríðarvel. Sala dísilbíla minnkaði í mánuðinum um 20,1% á meðan sala bensínbíla jókst um 7,3%. Sala umhverfisvænna bíla, þ.e. tengiltvinnbíla, rafmagnsbíla og Hybrid-bíla, jókst hins vegar um 26,3% á milli ára. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent
Sala Volvo-bíla í Bretlandi jókst um heil 80% í Bretlandi í janúar. Á meðan þurftu þýsku lúxusbílasmiðirnir Audi og Porsche að horfa uppá 27% og 42% söluminnkun. Erfiðleikar heimamerkjanna Jaguar og Land Rover voru þó á undanhaldi í janúar en sala Jaguar bíla minnkaði um 2,4% og Land Rover um 1%. Í heildina minnkaði sala bíla í Bretlandi um 1,6% í janúar og markaði mánuðurinn þann fimmta í röð þar sem salan er minni en í sama mánuði árið áður. Í heildina voru 161.000 nýir bílar skráðir í Bretlandi í janúar.Frá dísilbílum til umhverfisvænni Svo virðist sem bílkaupendur í Bretlandi séu að færa sig úr dísilknúnum bílum í umhverfisvænni bíla og það á vafalaust sinn þátt í velgengni Volvo-bíla nú um stundir en að auki var Volvo að kynna XC40 bíl sinn í Bretlandi í janúar og selst hann þar gríðarvel. Sala dísilbíla minnkaði í mánuðinum um 20,1% á meðan sala bensínbíla jókst um 7,3%. Sala umhverfisvænna bíla, þ.e. tengiltvinnbíla, rafmagnsbíla og Hybrid-bíla, jókst hins vegar um 26,3% á milli ára.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent