Stefnt að samþættingu allra almenningssamgangna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 11:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, kynnti tillögurnar á fundi í Perlunni í morgun. vísir/vilhelm Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Strætó Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Strætó Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira