Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er tilvik þar sem fulltrúi framleiðanda hér á landi segir að því miður sé ekkert hægt að gera ef þeir hafa enga þjónustusögu um bílinn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um akstursmælasvindl í notuðum bílum. Runólfur segir FÍB hafa óskað eftir upplýsingum frá bílaumboðum. „Svörin eru ekki skýr. Menn eru að leita upplýsinga hjá framleiðendum.“ Hann vill ekki segja að svo stöddu hvaða bíltegund það sé sem hann vísar til. Það sé algeng tegund sem sé notuð hjá bílaleigum. Í sumum tilvikum sé erfitt eða ómögulegt að sjá rétta kílómetrastöðu. Í dýrum bílum, eins og BMW og Porsche, sé þó búnaður sem geri umboðunum kleift að lesa aksturinn. Sérlega erfitt sé að henda reiður á stöðunni í bílum sem eru í eigu aðila, eins og til dæmis bílaleiga, sem þjónusta þá sjálfir. Um aðra bíla gildi að kílómetratala þeirra sé skráð jafnóðum hjá umboðum og verkstæðum úti í bæ og þar með hægt að rekja söguna. Umræðan í kjölfar umfjöllunar Kveiks í RÚV á þriðjudagskvöld um svindlið hjá bílaleigunni Procar hefur haft áhrif. „Ég heyrði hjá einni bílaleigu sem var í söluátaki á notuðum bílum að daginn sem Kveikur fór í loftið hafi gengið mjög vel en daginn eftir var ekki einn einasti sem hafði samband.“ Að mati Runólfs er fáránlegt hversu auðvelt er að breyta kílómetrastöðu bíla með ódýrri handtölvu. Innan ESB sé talið að slíkt svindl eigi við um 5 til 12 prósent notaðra bíla í sölu. Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
„Það er tilvik þar sem fulltrúi framleiðanda hér á landi segir að því miður sé ekkert hægt að gera ef þeir hafa enga þjónustusögu um bílinn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um akstursmælasvindl í notuðum bílum. Runólfur segir FÍB hafa óskað eftir upplýsingum frá bílaumboðum. „Svörin eru ekki skýr. Menn eru að leita upplýsinga hjá framleiðendum.“ Hann vill ekki segja að svo stöddu hvaða bíltegund það sé sem hann vísar til. Það sé algeng tegund sem sé notuð hjá bílaleigum. Í sumum tilvikum sé erfitt eða ómögulegt að sjá rétta kílómetrastöðu. Í dýrum bílum, eins og BMW og Porsche, sé þó búnaður sem geri umboðunum kleift að lesa aksturinn. Sérlega erfitt sé að henda reiður á stöðunni í bílum sem eru í eigu aðila, eins og til dæmis bílaleiga, sem þjónusta þá sjálfir. Um aðra bíla gildi að kílómetratala þeirra sé skráð jafnóðum hjá umboðum og verkstæðum úti í bæ og þar með hægt að rekja söguna. Umræðan í kjölfar umfjöllunar Kveiks í RÚV á þriðjudagskvöld um svindlið hjá bílaleigunni Procar hefur haft áhrif. „Ég heyrði hjá einni bílaleigu sem var í söluátaki á notuðum bílum að daginn sem Kveikur fór í loftið hafi gengið mjög vel en daginn eftir var ekki einn einasti sem hafði samband.“ Að mati Runólfs er fáránlegt hversu auðvelt er að breyta kílómetrastöðu bíla með ódýrri handtölvu. Innan ESB sé talið að slíkt svindl eigi við um 5 til 12 prósent notaðra bíla í sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira