Syrgir Salvador hinn ljúfa og krefst svara Ari Brynjólfsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Kattavinurinn Freyja Jónsdóttir missti Salvador, sem hún saknar vitanlega sárt, en á læðuna Tinnu og vel fer á með þeim. Fréttablaðið/Anton Brink Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira