800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 20:30 Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands. Grafík/Gvendur Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00