Hátt í þrjátíu börn á biðlista eftir heimameðferð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:06 Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. Stöð 2 Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi. Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi.
Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira