Erlent

Lögreglumaður sætir rannsókn vegna morðhótana í garð 50 Cent

Sylvía Hall skrifar
Rapparinn heyrði fyrst af málinu þegar hann las um það í fréttamiðlum.
Rapparinn heyrði fyrst af málinu þegar hann las um það í fréttamiðlum. Vísir/Getty
Yfirmaður hjá lögreglunni í New York sætir nú rannsókn vegna gruns um að hafa skipað lögreglumönnum að skjóta rapparann 50 Cent. Lögreglan í New York staðfestir þetta í samtali við The Hollywood Reporter.

Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Emanuel Gonzalez og á hann að hafa skipað undirmönnum sínum í Brooklyn að skjóta rapparann ef hann yrði á þeirra vegi. Gonzalez hefur starfað hjá lögreglunni í þrjátíu ár og er enn starfandi þrátt fyrir rannsóknina.

Rapparinn vissi ekki af hótunum lögreglumannsins fyrr en erlendir fréttamiðlar greindu frá þeim í morgun. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist taka hótununum alvarlega og ætlaði að ráðfæra sig við lögmenn sína.





„Svona vaknaði ég í morgun. Þessi Emanuel Gonzales er spillt lögga að misnota vald sitt. Það sorglega við þetta er að þessi maður er enn með lögreglumerki og byssu,“ skrifaði rapparinn í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×