Stjórn ÍKSA furðar sig á „órökstuddum ásökunum“ Huldu Rósar um spillingu Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 22:25 Edduverðlaunahátíðin fer fram í Austurbæ næstkomandi föstudag, 22. febrúar. Eddan Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira