„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 12:30 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“ Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira