Vilja auka þekkingu en ekki stöðva kynferðislega tjáningu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 14:18 Halla Gunnarsdóttir er formaður stýrihóps sem móta á stefnu um stafrænt kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/Vilhelm Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31
Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52