Undir áhrifum með tvö börn í bílnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 06:43 Lögreglan stöðvaði fjölmarga stúta undir stýri í nótt. Vísir/vilhelm Fjöldi ökumanna komst í kast við lögin í gærkvöldi og nótt. Sex eru taldir hafa verið undir áhrifum vímuefna við aksturinn og þrír óku þar að auki án þess að hafa til þess réttindi. Lögreglan stöðvaði til að mynda ökumann í Garðabæ á áttunda tímanum sem þótti vera með grunsamlegt aksturslag. Í dagbókarfærslu lögreglunnar segir að eftir að ökumanninum hafði verið gefið merki um að stöðva bifreiðina „skiptu ökumaður og farþegi um sæti áður en bifreiðin var stöðvuð,“ eins og það er orðað. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við ökumennina kom í ljós að um par, sem talið er hafa verið undir áhrifum áfengis og vímuefna, var að ræða. Auk þeirra voru tvö ung börn í bílnum. Parið hefur verið kært fyrir vímuefnaakstur og fyrir að hafa ekið án þess að nota öryggisbelti við aksturinn. Ekki liggur fyrir hvort ökumennirnir séu foreldrar barnanna. Börnunum var ekið heim og komið í öruggar hendur meðan unnið var í málinu, sem jafnframt var tilkynnt til barnaverndar. Annar ökumaður undir áhrifum fíkniefna var jafnframt stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Í ljósi þess að farþegi í bifreiðinni var 16 ára, þunguð stúlka var málið því einnig tilkynnt til barnaverndar. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Fjöldi ökumanna komst í kast við lögin í gærkvöldi og nótt. Sex eru taldir hafa verið undir áhrifum vímuefna við aksturinn og þrír óku þar að auki án þess að hafa til þess réttindi. Lögreglan stöðvaði til að mynda ökumann í Garðabæ á áttunda tímanum sem þótti vera með grunsamlegt aksturslag. Í dagbókarfærslu lögreglunnar segir að eftir að ökumanninum hafði verið gefið merki um að stöðva bifreiðina „skiptu ökumaður og farþegi um sæti áður en bifreiðin var stöðvuð,“ eins og það er orðað. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við ökumennina kom í ljós að um par, sem talið er hafa verið undir áhrifum áfengis og vímuefna, var að ræða. Auk þeirra voru tvö ung börn í bílnum. Parið hefur verið kært fyrir vímuefnaakstur og fyrir að hafa ekið án þess að nota öryggisbelti við aksturinn. Ekki liggur fyrir hvort ökumennirnir séu foreldrar barnanna. Börnunum var ekið heim og komið í öruggar hendur meðan unnið var í málinu, sem jafnframt var tilkynnt til barnaverndar. Annar ökumaður undir áhrifum fíkniefna var jafnframt stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Í ljósi þess að farþegi í bifreiðinni var 16 ára, þunguð stúlka var málið því einnig tilkynnt til barnaverndar.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira