Fyrrum markvörður sænska landsliðsins var eiturlyfjafíkill og íhugaði sjálfsvíg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Magnus Hedman er á góðum stað í lífinu í dag. vísir/getty Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira