„Ég trúði því ekki að ég væri vakandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:42 Þyrlan brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls síðdegis á sunnudag. EPA/EFE Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman. Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman.
Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57