Segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu Víkurgarðs dapurlega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:43 Deilur hafa staðið í þónokkurn tíma um byggingu hótels á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira