Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Frá flugtaki fyrstu Boeing 737 MAX 9 þotu Icelandair í Seattle. Mynd/Icelandair. Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30
Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00