Segir óþreyju farið að gæta hjá félagsmönnum á Akranesi Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. febrúar 2019 07:30 Fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur ræða stöðuna. Fréttablaðið/Sigtryggur Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira