Katrín Tanja Davíðsdóttir jók forystu sína á ný á Fittest in Cape Town mótinu í CrossFit í morgun. Katrín vann fyrstu grein dagsins, áttundu grein mótsins, og er nú með 54 stiga forystu á toppnum.
Keppt var meðal annars í spretthlaupi í morgun og náði Katrín Tanja að klára á besta tímanum, 19:48,53. Mia Akerlund, sem var í öðru sæti, varð aðeins 13. í áttundu greininni í morgun og missti því Alessandra Pichelli frá Ítalíu upp fyrir sig í annað sætið en hún kláraði á 25:05,69.
Katrín vann greinina nokkuð örugglega en sú sem varð í öðru sæti var Simone Arthur frá Ástralíu, hún kláraði á 21:15,87 og er samanlagt í 10. sæti á mótinu.
Katrín Tanja er því enn í góðum málum fyrir síðustu tvær greinarnar, en sigurvegari mótsins fær sæti á heimsleikunum.
Katrín Tanja byrjar lokadaginn vel
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn




