Janúar blés heitu og köldu Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 13:18 Hlýindi einkenndu byrjun janúar en fyrir miðjan mánuðinn tóku ís og snjór völdin. Vísir/Vilhelm Meðalhiti í Reykjavík var einni gráðu ofan meðallags seinni hluta 20. aldar í janúar. Mánuðurinn var sagður sérlega tvískiptur þar sem hitinn í fyrri hluta hans var langt yfir meðallagi um allt landið en seinni hlutinn var mun kaldari. Í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í janúar kemur fram að auk hlýindanna í byrjun mánaðar hafi verið snjólétt víðast hvar. Óvenjuhlýtt hafi verið fram til 12. janúar en þá tók við svalara veður, ekki síst síðustu sex daga mánaðarins. Þrátt fyrir að meðalhitinn í Reykjavík hafi verið 0,5°C og einni gráðu yfir meðaltali áranna 1961 til 1990 var hann 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,9°C, 1,3 gráðum yfir meðallagi seinni hluta 20. aldar en 0,8 stigum undir síðasta áratugs. Á Stykkishólmi var meðalhitinn 0,5°C og 0,8°C á Höfn í Hornafirði. Meðalhitinn á landinu öllu var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Mest var frávikið á Þingvöllum þar sem hitinn var 1,9 stigum undir meðallagi síðasta áratugsins en minnst á Keflavíkurflugvelli þar sem hitinn var við meðallagið. Nýtt dægurhámarksmet var sett í janúar þegar 18,9 stig mældust á Dalatanga 9. janúar. Hæsti hiti sem mælst hefur í janúar var 19,6 stig á sama stað árið 2000. Mesta frost mældist -27,5°C á Möðrudal 27. janúar. Úrkoma í Reykjavík var 35% umfram meðallag 1961 til 1990, alls 102,9 millímetrar. Á Akureyri var úrkoman 23% umfram meðallag, 67,9 millímetrar. Fimm fleiri úrkomudagar mældust í janúar en í meðalári í Reykjavík, alls átján. Aftur á móti var einum rigningardegi færra á Akureyri en í meðalári, alls tíu. Þrettán alhvítir dagar voru í Reykjavík í janúar en það er einum degi færra en meðaltal 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar í meðaltali, alls tuttugu og tveir dagar. Loftslagsmál Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík var einni gráðu ofan meðallags seinni hluta 20. aldar í janúar. Mánuðurinn var sagður sérlega tvískiptur þar sem hitinn í fyrri hluta hans var langt yfir meðallagi um allt landið en seinni hlutinn var mun kaldari. Í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í janúar kemur fram að auk hlýindanna í byrjun mánaðar hafi verið snjólétt víðast hvar. Óvenjuhlýtt hafi verið fram til 12. janúar en þá tók við svalara veður, ekki síst síðustu sex daga mánaðarins. Þrátt fyrir að meðalhitinn í Reykjavík hafi verið 0,5°C og einni gráðu yfir meðaltali áranna 1961 til 1990 var hann 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,9°C, 1,3 gráðum yfir meðallagi seinni hluta 20. aldar en 0,8 stigum undir síðasta áratugs. Á Stykkishólmi var meðalhitinn 0,5°C og 0,8°C á Höfn í Hornafirði. Meðalhitinn á landinu öllu var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Mest var frávikið á Þingvöllum þar sem hitinn var 1,9 stigum undir meðallagi síðasta áratugsins en minnst á Keflavíkurflugvelli þar sem hitinn var við meðallagið. Nýtt dægurhámarksmet var sett í janúar þegar 18,9 stig mældust á Dalatanga 9. janúar. Hæsti hiti sem mælst hefur í janúar var 19,6 stig á sama stað árið 2000. Mesta frost mældist -27,5°C á Möðrudal 27. janúar. Úrkoma í Reykjavík var 35% umfram meðallag 1961 til 1990, alls 102,9 millímetrar. Á Akureyri var úrkoman 23% umfram meðallag, 67,9 millímetrar. Fimm fleiri úrkomudagar mældust í janúar en í meðalári í Reykjavík, alls átján. Aftur á móti var einum rigningardegi færra á Akureyri en í meðalári, alls tíu. Þrettán alhvítir dagar voru í Reykjavík í janúar en það er einum degi færra en meðaltal 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar í meðaltali, alls tuttugu og tveir dagar.
Loftslagsmál Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira