Sigríður Thorlacius fagnaði þriggja ára lífsafmæli: „Það voru einhverjir verndarenglar þarna“ Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 13:20 Sigríður er fegin því að vera á lífi eftir bílslys á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan. Fréttablaðið/Stefán Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan. Tímamót Tónlist Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Tónlist Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira