Ólafur: Ætluðum bara að vinna þetta saman Smári Jökull Jónsson skrifar 3. febrúar 2019 21:26 Ólafur Ólafsson skoraði 17 stig í kvöld. Vísir/Bára „Ég hafði áhyggjur af því að konan mín færi af stað uppi í stúku, maður fann spennuna í andrúmsloftinu. Það var yndislegt að spila svona, eins og við vorum að gera þetta fyrir hvorn annan. Við erum bestir þannig og þú sást hvað gerðist,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali strax eftir sigurleikinn gegn Tindastóli í kvöld. „Þú sást bara hvað gerðist. Þeir skoruðu 96 stig en okkur var eiginlega slétt sama hvað þeir skoruðu mikið, við ætluðum bara að vinna og gera það saman og okkur tókst það.“ Grindavík hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld en nú sást barátta og kraftur sem vantar hefur undanfarið. „Ég fann það á æfingu í gær þegar við vorum að æfa hér eftir kvennaleikinn sem var ekkert mjög skemmtilegt, að æfa hér klukkan 9 á laugardagskvöldi. Þó að við værum ekki að nenna þessum tíma var einhver neisti sem ég fann fyrir. Það var geggjað að spila með strákunum í dag og maður fékk einhvern 2016 fíling aftur. Vonandi getum við haldið áfram að byggja ofan á það,“ bætti Ólafur við sem var með skrámur í andlitinu eftir baráttuna í kvöld. „Ég fékk einhvern putta í augað en ég er vanur því. Þetta er ekkert nýtt.“ Grindvíkingar létu Tiegbe Bamba fara eftir leikinn gegn Val á miðvikudag og náðu ekki að bæta við öðrum manni í hans stað. „Þetta er frábær drengur og allt það. Mér fannst sóknin stoppa pínulítið þegar hann fékk boltann, með fullri virðingu fyrir honum. Hann er frábær íþróttamaður en það stoppaði allt og við vorum að horfa og bíða eftir því að hann myndi gera eitthvað. Ég vona að hann fái eitthvað frábært starf, hann er góður en það vantaði eitthvað sem var ekki að virka hér.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 100-96 | Sigur hjá Grindavíkingum eftir háspennuleik Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. 3. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira
„Ég hafði áhyggjur af því að konan mín færi af stað uppi í stúku, maður fann spennuna í andrúmsloftinu. Það var yndislegt að spila svona, eins og við vorum að gera þetta fyrir hvorn annan. Við erum bestir þannig og þú sást hvað gerðist,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali strax eftir sigurleikinn gegn Tindastóli í kvöld. „Þú sást bara hvað gerðist. Þeir skoruðu 96 stig en okkur var eiginlega slétt sama hvað þeir skoruðu mikið, við ætluðum bara að vinna og gera það saman og okkur tókst það.“ Grindavík hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld en nú sást barátta og kraftur sem vantar hefur undanfarið. „Ég fann það á æfingu í gær þegar við vorum að æfa hér eftir kvennaleikinn sem var ekkert mjög skemmtilegt, að æfa hér klukkan 9 á laugardagskvöldi. Þó að við værum ekki að nenna þessum tíma var einhver neisti sem ég fann fyrir. Það var geggjað að spila með strákunum í dag og maður fékk einhvern 2016 fíling aftur. Vonandi getum við haldið áfram að byggja ofan á það,“ bætti Ólafur við sem var með skrámur í andlitinu eftir baráttuna í kvöld. „Ég fékk einhvern putta í augað en ég er vanur því. Þetta er ekkert nýtt.“ Grindvíkingar létu Tiegbe Bamba fara eftir leikinn gegn Val á miðvikudag og náðu ekki að bæta við öðrum manni í hans stað. „Þetta er frábær drengur og allt það. Mér fannst sóknin stoppa pínulítið þegar hann fékk boltann, með fullri virðingu fyrir honum. Hann er frábær íþróttamaður en það stoppaði allt og við vorum að horfa og bíða eftir því að hann myndi gera eitthvað. Ég vona að hann fái eitthvað frábært starf, hann er góður en það vantaði eitthvað sem var ekki að virka hér.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 100-96 | Sigur hjá Grindavíkingum eftir háspennuleik Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. 3. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 100-96 | Sigur hjá Grindavíkingum eftir háspennuleik Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. 3. febrúar 2019 22:15