Breska lávarðadeildin undirlögð af úldnu keti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Breska lávarðadeildin þykir ein virðulegasta stofnun Bretlands. María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira