Breska lávarðadeildin undirlögð af úldnu keti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Breska lávarðadeildin þykir ein virðulegasta stofnun Bretlands. María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira