Segir að íbúðir spretti ekki upp eins og gorkúlur vegna bílskúrsbreytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. vísir/vilhelm Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent