Segir að íbúðir spretti ekki upp eins og gorkúlur vegna bílskúrsbreytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. vísir/vilhelm Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10