Vegagerðin segir að framkvæmdum á Kjalarnesi seinki ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 15:36 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes um helgina. Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Deiliskipulag vegarins um Kjalarnes, sem var samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, var staðfest sumarið 2018. Síðan hefur verkið verið í undirbúningi og stefnt er að því að bjóða út verkhönnunina á næstunni. Verkið er sagt það viðamikið og stórt að talsverð vinna liggi í gerð útboðsgagna. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í síðustu viku, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári.Greiða fyrir Grindavíkurvegi Vegkaflinn hefur verið töluvert til umfjöllunar en tvö banaslys urðu á veginum í fyrra. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið.Í nefndaráliti meirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd var gefin sú skýring á lækkun næstu tvö árin að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna verkefnisins væri ólokið. Því væri ljóst að ekki yrði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019. Landeigendur komu af fjöllum aðspurðir um hvar hnífurinn stæði í kúnni varðandi samskipti þeirra við Vegagerðina. Vegagerðin segir í frétt sinni í dag að engin vandamál hafi komið upp gagnvart landeigendum né öðrum verkþáttum. Tilfærslu fjár megi rekja til hækkunar á kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á Grindavíkurvegi þar sem skilja á akstursstefnur á árinu. Til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þarf að hækka fjárveitingu til verksins úr 500 millj. kr. í 700 millj. kr. Þeir fjármunir eru fluttir af fjárveitingu til framkvæmda á Hringvegi um Kjalarnes. Vegagerðin segir að reikna megi með að í haust verði strax hafist handa við t.d. lagningu hliðarvega sem síðan munu nýtast til að beina umferðinni um þegar framkvæmdir verða í fullum gangi við sjálfa breikkun vegarins. Alþingi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. 3. febrúar 2019 12:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Deiliskipulag vegarins um Kjalarnes, sem var samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, var staðfest sumarið 2018. Síðan hefur verkið verið í undirbúningi og stefnt er að því að bjóða út verkhönnunina á næstunni. Verkið er sagt það viðamikið og stórt að talsverð vinna liggi í gerð útboðsgagna. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í síðustu viku, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári.Greiða fyrir Grindavíkurvegi Vegkaflinn hefur verið töluvert til umfjöllunar en tvö banaslys urðu á veginum í fyrra. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið.Í nefndaráliti meirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd var gefin sú skýring á lækkun næstu tvö árin að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna verkefnisins væri ólokið. Því væri ljóst að ekki yrði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019. Landeigendur komu af fjöllum aðspurðir um hvar hnífurinn stæði í kúnni varðandi samskipti þeirra við Vegagerðina. Vegagerðin segir í frétt sinni í dag að engin vandamál hafi komið upp gagnvart landeigendum né öðrum verkþáttum. Tilfærslu fjár megi rekja til hækkunar á kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á Grindavíkurvegi þar sem skilja á akstursstefnur á árinu. Til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þarf að hækka fjárveitingu til verksins úr 500 millj. kr. í 700 millj. kr. Þeir fjármunir eru fluttir af fjárveitingu til framkvæmda á Hringvegi um Kjalarnes. Vegagerðin segir að reikna megi með að í haust verði strax hafist handa við t.d. lagningu hliðarvega sem síðan munu nýtast til að beina umferðinni um þegar framkvæmdir verða í fullum gangi við sjálfa breikkun vegarins.
Alþingi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. 3. febrúar 2019 12:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00
Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45
Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. 3. febrúar 2019 12:01