Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 07:34 Mikið var um dýrðir í Washington-borg við valdatöku Trump 20. janúar 2017. Um kvöldið var fjöldi veislna og viðburða til að fagna tímamótunum. Vísir/EPA Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00