Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 12:44 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira