Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 23:30 Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira