Kom að árásarmanninum taka piltinn hálstaki Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 11:17 Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó kom að árásinni í Kópavogi í gærkvöldi. Mynd/Samsett Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17