Innlent

Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli

Atli Ísleifsson skrifar
Hvasst er í Skaftafelli og leynist hálka víða.
Hvasst er í Skaftafelli og leynist hálka víða. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir á Suðausturlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna leitar að konu í Skaftafelli.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að konan ferðist í litlum hóp um landið og hafi verið á göngu með samferðamönnum sínum í dag þegar hún varð viðskila við hópinn.

„Ekkert hefur spurst til hennar síðan um miðjan daginn. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir í Skaftafell um klukkan 19 í kvöld og nú er nokkur fjöldi hópa að leita á svæðinu.

Hvasst er í Skaftafelli og leynist hálka víða. Veðurstofan spáir versnandi veðri í nótt,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×