Bílastæðin fyrir framan verk Gerðar á Tollhúsinu fá að fjúka Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 20:43 Mósaíkmyndin á Tollhúsinu við Tryggvagötu er líklegast þekktasta verk Gerðar Helgadóttur en það var afhjúpað í septembermánuði 1973. Fréttablaðið/pjetur Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði. Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði.
Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira