Átján ára strákur hjálpar Real Madrid að gleyma Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2019 18:15 Vinicius Junior. Vísir/Getty Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira