Fjöldamorðinginn McArthur hlaut lífstíðardóm Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 18:35 Hinn 67 ára gamli Bruce McArthur hlaut í dag lífstíðardóm fyrir átta morð. Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC. Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC.
Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39
Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54